Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Héraðsþing HSH var fámennt en góðmennt

01.06.2021

Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram þann 27. maí síðastliðinn í golfskála Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði. Tvö þing voru slegin saman í eitt þar sem ekki tókst að halda þing í fyrra.

Litlar breytingar urðu á stjórn HSH nema að Ragnhildur Sigurðardóttir gaf ekki kost á sér áfram. Í hennar stað kom í stjórnina Kristfríður Rós Stefánsdóttir frá Ungmennafélaginu Víkingi. Ársreikningar síðustu tveggja ára voru samþykktir á þinginu. Rekstur sambandsins gekk vel og varð hagnaður af rekstri sambandsins. Á þinginu var lögð fram og samþykkt tillaga um að sambandið greiddi til aðildarfélaga þrjár milljónir króna úr sjóði sambandsins.

Garðar Svansson meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ. Hann ávarpaði þingið og flutti kveðjur frá forseta og framkvæmdastjórnar. Garðar minnti þingfulltrúa á að nýta sér þau úrræði ríkisstjórnarinnar sem í boði eru fyrir íþróttafélag og sambönd vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins.

Myndir með frétt