Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ársþing KLÍ fór fram um helgina

17.05.2021

Ársþing Keilusambands Íslands fór fram í húsakynnum Íþróttafélags Asparinnar í Reykjavík 15. maí síðastliðinn. ÞIngstörf voru hefðbundin og var þingstjórn í höndum Hafsteins Pálssonar 2. varaforseta ÍSÍ.

Kosið var um tvö sæti í aðalstjórn. Einar Jóel Ingólfsson og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir voru ein í framboði og því sjálfkjörin í stjórn KLÍ. Fyrir í stjórn voru Jóhann Ágúst Jóhannsson, Hafþór Harðarson og Skúli Freyr Sigurðsson. Hörður Ingi Jóhannsson, Svavar Þór Einarsson og Helga Hákonardóttir voru kjörin í varastjórn til eins árs. 

Á þinginu voru þau Jónína Björg Magnúsdóttir og Guðjón Júlíusson sæmd Silfurmerki KLÍ fyrir störf þeirra í þágu keiluíþróttarinnar. Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim Jónínu Björgu og Guðjóni ásamt Jóhanni Ágústi formanni KLÍ við heiðursveitinguna.Frekari upplýsingar um þingið og starfsemi Keilusambandsins er að finna á heimasíðu þess, www.kli.is.