Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Farðu varlega í umferðinni!

16.05.2021

Nú eru ríflega 6000 manns skráðir til leiks í Hjólað í vinnuna og gaman að sjá hversu margir eru að nota virkan ferðamáta til og frá vinnu.

Vert er að minna alla þá sem nota hjól á það að fara varlega í umferðinni, nota hjálma og vera á vel búnum reiðhjólum með ljósum og góðum bremsum. Á vef samgöngustofu má finna ýmsar upplýsingar um öryggi í umferðinni en hér má lesa sérstaklega um þær reglur sem gilda um hjólreiðar í umferðinni.

Við minnum svo á myndaleik Hjólað í vinnuna en það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að taka mynd af þinni þátttöku í verkefninu og nota #hjoladivinnuna á samfélagsmiðlum eða senda mynd í gegnum heimasíðu Hjólað í vinnuna.

Myndir með frétt