Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

12.05.2021

Í hlaðvarpi ÍSÍ - Verum hraust má hlusta á samtöl við besta íþróttafólk og þjálfara Íslands sem deila sinni sögu og leyfa hlustanda að kynnast þjálfuninni og hugarfarinu sem þarf til að ná árangri á stærstu íþróttasviðum jarðar: Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum.

Guðni Valur Guðnason var nýlega í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpinu en hann vann einmitt til silfurverðlauna í kringlukasti á stórmóti í Split um síðastliðna helgi. Hægt að smella hér til að horfa á viðtalið við Guðna Val í heild sinni en það viðtal og fleiri skemmtileg viðtöl hlaðvarpsins er að finna á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. 

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ á Libsyn.

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ á Youtube-síðu ÍSÍ.