Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Vilt þú verða þjálfari?

11.05.2021

Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 14. júní. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. 

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt til fjölda ára og þátttakendur komið frá mörgum íþróttagreinum. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.

  • Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði.
  • Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin.
  • Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.-

Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 11. júní. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. 

Slóð á skráningu á öll stig í vorfjarnámi Þjálfaramenntunar ÍSÍ 2021.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 og 863-1399 eða á vidar@isi.is.

 

Skoðanir nemenda á náminu:

    * "Vel skipulagt, sniðugar leiðir farnar til að fá þjálfara til að tala saman um efnið"

    * "Nemendur geta stýrt hraða sínum innan þess tímaramma sem námið er í.  Tímamörk eru skýr frá upphafi"

    * "Farið mjög vel í efnið og bara mjög skemmtilegt og áhugavert"

    * "Námið fékk mann til að líta inn á við og skoða hvaða þætti maður gæti bætt hjá sér"    

    * "Góðir kennarar. Komið vel til skila hvað á að gera"

    * " Fjölbreytt og fræðandi"