Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Úrslit kosninga á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ

07.05.2021

Á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru kosningar til embættis forseta og til sjö meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Lárus L. Blöndal var einn í framboði til embættis forseta ÍSÍ og var því sjálfkjörinn í embættið til næstu fjögurra ára. Lárus varð forseti ÍSÍ árið 2013 og hefur gegnt embættinu síðan.

Ellefu einstaklingar buðu sig fram í sjö sæti meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Eftirfarandi hlutu kosningu til næstu fjögurra ára (upptalningin er í stafrófsröð):

Garðar Svansson
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Hörður Þorsteinsson
Úlfur Helgi Hróbjartsson
Valdimar Leó Friðriksson
Viðar Garðarsson
Þórey Edda Elísdóttir

Að auki var fulltrúi Íþróttamannanefndar ÍSÍ, Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, staðfest sem meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ til næstu tveggja ára eða fram að 76. Íþróttaþingi ÍSÍ.

Fyrir sitja í framkvæmdastjórn ÍSÍ: Ása Ólafsdóttir, Gunnar Bragason, Hafstein Pálsson, Ingi Þór Ágústsson, Knútur G. Hauksson, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Olga Bjarnadóttir.

Sigríður Jónsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Þráinn Hafsteinsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ og er þeim þökkuð frábær störf í þágu ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Þess má geta að Sigríður, fráfarandi 1. varaforseti ÍSÍ hefur setið í stjórn ÍSÍ frá árinu 1996 og á því að baki 25 ár í stjórnarstörfum fyrir sambandið. 

ÍSÍ óskar nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og óskar þeim allra heilla í störfum fyrir sambandið og íþróttahreyfinguna í landinu.