Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hjólað í vinnuna er hafið!

05.05.2021

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ræsti Hjólað í vinnuna með hátíðlegum hætti í morgun, í Þróttarheimilinu í Laugardal. Verkefnið stendur yfir dagana 5. - 25. maí.

Vegna samkomutakmarkana var setningarhátíðin einungis opin boðsgestum að þessu sinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Einar Sigurjónsson, þríþrautarkappi, fluttu hressileg hvatningarávörp við setninguna. Gestirnir hjóluðu síðan verkefnið formlega af stað frá Þróttarheimilinu og tóku hring í Laugardalnum. ÍSÍ hvetur landsmenn til að taka þátt í verkefninu!

ÍSÍ hvetur alla sem tækifæri hafa til að taka þátt í verkefninu og nota virkan ferðamáta til og frá vinnu næstu vikurnar. 

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu þess, www.hjoladivinnuna.is

Myndir frá setningarhátíðinni.

Myndir með frétt