Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hjólað í vinnuna 2021 hefst á morgun, 5. maí

04.05.2021

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 5. - 25. maí 2021. Veðrið leikur sannarlega við höfuðborgarbúa um þessar mundir og tilvalið að taka þátt í Hjólað í vinnuna sem hefst á morgun.

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga:

- Verkefnið fer fram frá 5. - 25. maí en þátttökudagar í verkefninu eru alls 13 talsins.
- Það er hægt að skrá sig til leiks þar til verkefnið klárast þann 25. maí og skrá hreyfingu aftur í tímann. Það er þó mælt með því að skrá sig sem fyrst til leiks.
- Það er hægt að nota hvaða virka ferðamáta sem er en rafhlaupahjól telja ekki með.
- Ef þú ert að vinna heima getur þú tekið þátt með því að byrja og enda vinnudaginn á því að hjóla/ganga/hlaupa hring .
- Ef þú ert atvinnulaus og í atvinnuleit getur þú tekið þátt og t.d. notað þína eigin kennitölu til að stofna vinnustað.
- Ef þú ert að ferðast langar leiðir getur þú valið að taka strætó hluta af leiðinni og farið út fyrr en vanalega og gengið/hjólað/hlaupið hluta af leiðinni.
- Allt telur, þó vegalengdin sé ekki löng þá telur það með til jafns við aðra sem fara lengra. Þeir sem vilja taka þátt í kílómetrakeppninni geta gert það sér. Sjá allt um kílómetrakeppnina hér
- Allt um reglur Hjólað í vinnuna má finna hér
- Allar leiðbeiningar vegna skráningar má finna hér
- Ef einhverjar spurningar eða vangaveltur vakna er hægt að hafa samband á hjoladivinnuna@isi.is