Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Jóhann endurkjörinn formaður JSÍ

26.04.2021

Ársþing Júdósambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 24. apríl sl. Þingforseti var Arnar Freyr Ólafsson og þingritari Ari Sigfússon. Átta tillögur voru til umfjöllunar á þinginu og var fjallað um þær í þingnefndum á þinginu áður en þær voru teknar til afgreiðslu.

Á þinginu var kosið um formann sambandsins og tvo meðstjórnendur. Jóhann Másson var einn í kjöri til formanns og var því endurkjörinn formaður sambandsins með lófataki. Ari Sigfússon og Ásgeir Ásgeirsson voru kjörnir aðalmenn í stjórn en fyrir voru í stjórn þau Arnar Freyr Ólafsson, Bjarni Skúlason, Karen Rúnarsdóttir og Kristján Daðason. Varastjórn sambandsins er skipuð eftirtöldum einstaklingum:  Sigmundur Magnússon 1. varamaður, Logi Haraldsson 2. varamaður og Gísli Egilson 3. varamaður. 

Daníel Reynisson úr Júdódeild Ármanns var sæmdur Gullmerki JSÍ fyrir áralangt starf í þágu sambandsins og íþróttarinnar.

Nánari upplýsingar frá þinginu er að finna á heimasíðu JSÍ, www.jsi.is.

Ársskýrsla JSÍ 2020.