Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

TOKYO 2020 – Fyrir jörðina og fólkið

14.04.2021

100 dagar eru þangað til Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir, en þeir eru hugsaðir sem hátíð mannkyns, hugrekkis og seiglu. Leikarnir sem hafa vissulega orðið fyrir miklum áhrifum af COVID-19 munu sameina íþróttafólk frá öllum heimshornum og hjálpa til við að sameina heiminn í einum stórum viðburði.

Framkvæmdaraðilar hafa þurft að gera fjölmargar breytingar á skipulaginu til þess að eiga þess möguleika á að halda leikana samhliða því að vernda heilsu allra þátttakenda. Eins og áætlað var frá upphafi stefnir Tókýó 2020 að því að nota leikana og sýnileika þeirra til að varpa ljósi á lausnir sem hafa það að markmiði að skapa sjálfbærari heim. Víðtækt samstarf margra aðila, þar á meðal Ólympíunefndar Japans, borgarstjórnar Tókýó, ríkisstjórnar Japans, sveitarstjórna, styrktaraðila og annarra samstarfsaðila, stendur saman að slagorðinu: „Verið betri, saman - Fyrir jörðina og fólkið.“ (“Be better, together — For the planet and the people.”)

Á heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) má lesa frekar um þær aðgerðir sem tengjast framkvæmd leikanna:  Tokyo 2020, 100 days to go – for the planet and the people - Olympic News