Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
1

Boðaðar tilslakanir varðandi íþróttastarf

13.04.2021

Það stefnir í bjartari tíma varðandi íþróttastarfið í landinu, samkvæmt frétt frá heilbrigðisráðuneytinu, sjá hér:

Í fréttinni er að finna minnisblað frá sóttvarnalækni þar sem fram kemur m.a.:

Íþróttir barna og fullorðinna

a.  Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með eða án snertinga í íþróttum innan sem utan ÍSÍ verði heimilar. Hámarksfjöldi fullorðinna í hverju hólfi verði 50 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði opnuð. Gæta skal að því að búningsaðstaða sé þrifin og snertifletir sótthreinsaðir milli hópa. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð eftir notkun og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað vel út nokkrum sinnum yfir daginn.

b.  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur sérsamböndum reglur um sóttvarnir og um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum í samvinnu við sóttvarnalækni. Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi  Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.

c.  Um hámarksfjölda barna á íþróttaæfingum gilda sömu fjöldatakmarkanir og í skólastarfi.

d.  Íþróttakeppni barna og fullorðinna verði heimilar án áhorfenda. Hámarksfjöldi í hólfi hjá börnum og fullorðnum verði 50 manns.

e.  Skíðasvæði megi opna fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra nándarreglu og grímuskylda verði ef verði ef ekki verði hægt að tryggja nándarreglu. Um veitingarekstur á skíðasvæðum gildi sömu reglur og um veitingasölu almennt.

Núgildandi reglugerð gildir til 16. apríl n.k. þannig að ofangreindar tilslakanir taka ekki gildi fyrr en við setningu nýrrar reglugerðar ráðherra.

Höldum í bjartsýnina, virðum sóttvarnir og stöndum vaktina, eftir sem áður.