Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Ungmennafélag Akureyrar Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

26.03.2021

Ungmennafélag Akureyrar (UFA) tók við viðurkenningu fyrir að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ þann 25. mars sl. Það var Kristín Sóley Björnsdóttir sem veitti viðurkenningunni viðtöku en hún stjórnaði vinnu við gerð gæðahandbókar um starfsemi félagsins sem liggur til grundvallar viðurkenningunni.

Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti viðurkenninguna en með þeim á myndinni eru f.h. Unnar Vilhjálmsson þjálfari, Jóna Jónsdóttir formaður UFA ásamt Katrínu Sól Þórhallsdóttur og Birni Vagni Finnssyni sem bæði æfa með meistaraflokki UFA.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is), skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Lesa má meira um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér.

Lesa má meira um Fyrirmyndarhérað ÍSÍ hér.