Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Málþing um trans og intersex fólk og íþróttir

19.03.2021

Íþróttafræði- og lagadeildir Háskólans í Reykjavík ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), Jafnréttisstofu og Samtökunum 78 standa fyrir málþingi fimmtudaginn 25. mars klukkan 12:00-13:30 um trans fólk, intersex fólk og íþróttir frá ýmsum sjónarhornum.

Erindin snerta á ýmsum þáttum trans, intersex og íþrótta. Að lokum verða pallborðsumræður um málefnið.
Málþinginu verður streymt og kemur slóð inn á viðburðinn hér á Facebook-síðu ÍSÍ.

Dagskrá:
Ragnhildur Skúladóttir frá ÍSÍ setur málþingið.
Sólveig Rós Másdóttir, verkefnastýra hjá Samtökunum '78: Hann, hún og hán: hvernig á að tala um kyn?
Kolbrún Mist Pálsdóttir, Íslandsmeistari í frisbígolfi: Er ég velkomin?
Birkir Smári Guðmundsson lögfræðingur ÍSÍ: Uppbygging íþróttahreyfingarinnar og sjálfsákvörðunarréttur
Ragnar Baldursson hæstaréttarlögmaður og stundakennari í íþróttalögfræði við lagadeild HR: Þátttökuréttur trans kvenna í íþróttum út frá sjónarhóli íþróttalögfræðinnar.
Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu: Kyn og kyngervi í samtímanum: Þróun jafnréttismála og kynrænt sjálfræði.
Málstofustjóri er Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR

ÍSÍ hefur gefið út bækling um trans börn og íþróttir og er hægt að fá hann sendan með því að hafa samband við ÍSÍ eða skoða hann í prentaðri útgáfu hér.