Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Forvarnir gegn vöðvatognun

18.03.2021

Í mars 2021 voru haldnar rafrænar afreksbúðir ÍSÍ fyrir ungmenni á aldrinum 15-18 ára tilnefnd af sínum sérsamböndum. Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari var með fyrirlestur um vöðvatognun þar sem hann fjallaði stuttlega um fræðileg atriði en aðal umfjöllunarefni var hvernig íþróttafólk getur nýtt sér forvarnir til að minnka möguleika á vöðvatognun.

Stefán hefur unnið mikið með íþróttafólki bæði hjá íþróttafélögum, verið yfirsjúkraþjálfari fótboltaliðsins Stoke City á Englandi og er í dag sjúkraþjálfari hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu og farið með þeim á bæði EM og HM. Hann er með mastersgráðu í sjúkraþjálfun, 25 ára starfsreynslu og sérfræðiþekkingu á vöðva- og sinavandamálum.