Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Sundfélagið Óðinn Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

04.03.2021

Sundfélagið Óðinn á Akureyri fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ miðvikudaginn 3. mars síðastliðinn. Það var vel við hæfi að afhenda viðurkenninguna á sundlaugarbakka Sundlaugar Akureyrar í fallegu norðlensku veðri.

Það voru þeir Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhentu formanni félagsins Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur viðurkenninguna.

Á myndinni eru frá vinstri Ingi Þór, Guðrún Rósa, Viðar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar. Ungir iðkendur úr Óðni halda á fána Fyrirmyndarfélagsins.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is), skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Lesa má meira um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér.

Lesa má meira um Fyrirmyndarhérað ÍSÍ hér.