Eflum líkamlega og andlega heilsu
![](/library/Myndir/Frettamyndir/Verumhraust/9%20(Large).jpg?proc=400x400)
Það er fullt af tækifærum til þess að hreyfa sig. ÍSÍ hvetur landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína. Hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum.
Verum hraust – og deilum myndrænni hvatningu undir #verumhraust á samfélagsmiðlum, svo allir hinir taki líka við sér.