Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Karatefólk með Instagram ÍSÍ á morgun

24.02.2021

Iveta Chavdarova Ivanova og Ólafur Engilbert Árnason, landsliðsfólk í karate, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ á morgun, fimmtudag.

Iveta og Ólafur hafa verið ein af okkar fremsta karatefólki síðustu ár og hafa verið í lykilhlutverki með bæði lands- og félagsliði. Þau keppa bæði í kumite, sem er bardagahluti karates. Iveta og Ólafur eru bæði ríkjandi Íslandsmeistarar í opnum flokki og hafa tvívegis verið kjörin Karatefólk ársins og Íþróttafólk ársins hjá Fylki, sem er þeirra félagslið. Nú eru Iveta og Ólafur búsett í Danmörku þar sem þau æfa undir handleiðslu landsliðsþjálfara Dana, auk þess að stunda háskólanám.

Sjáðu hvernig þau halda utan um nám, sambúð og æfingar á tímum kórónuveirunnar á Instagrami ÍSÍ á morgun.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.

Myndir með frétt