Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Áhorfendur leyfilegir á íþróttakeppnum!

23.02.2021

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á morgun, 24. febrúar og fela þær í sér umtalsverðar tilslakanir, að tillögu sóttvarnalæknis með hliðsjón af góðri stöðu á kórónaveirufaraldrinum hér á landi. Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið í landinu er að nú verður heimilt að hafa að hámarki 200 áhorfendur í hverju rými á íþróttakappleikjum, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
  • Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala.
  • Allir gestir noti andlitsgrímu.
  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri. Á við börn og fullorðna.
  • Veitingasala er heimil skv. skilyrðum þar um.
  • Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð. 

Ef áhorfendur eru standandi þá gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.

Aðrar breytingar sem varða íþróttastarfið:

  • Gestir á sund- og baðstöðum mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda og gestir heilsu- og líkamsræktarstöðva mega vera 75% af hámarksfjölda en þó 50 manns að hámarki í hverju rými.
  • Skíðasvæðum er heimilt að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðið.
  • Fjöldi þátttakenda á æfingum og í keppni barna og ungmenna fædd 2005 og síðar er nú leyfilegur 150.

Nánar má lesa um málið á vef stjórnarráðsins.

Reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi 24. febrúar og gildir til 17. mars 2021.

Minnisblað sóttvarnalæknis, dags. 21. febrúar 2021.