Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Rafrænar afreksbúðir ÍSÍ

16.02.2021

Í síðustu viku voru haldnar rafrænar afreksbúðir ÍSÍ fyrir ungmenni á aldrinum 15-18 ára tilnefnd af sínum sérsamböndum. Ein okkar fremsta afreksíþróttakona hún Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari var með fyrirlestur um tímastjórnun og markmiðasetningu og deildi reynslu sinni af löngum íþróttaferli en hún keppti fyrir Ísland hönd á þrennum Ólympíuleikum og fjölda stórmóta. Samhliða íþróttaferlinum lauk hún meistarprófi í lyfjafræði og doktorsnámi í ónæmisfræði og fjallaði hún í erindi sínu hvernig hún beitti markvisst aðferðum markmiðasetningar til að ná árangri á farsælum íþróttaferli sínum og háskólanámi.

Hér á Vimeo-síðu ÍSÍ má horfa á fyrirlestur Ásdísar.