Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Engar breytingar á íþróttastarfi

08.02.2021

 

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð með hliðsjón af síðustu tillögu sóttvarnalæknis. Reglugerðin gildir frá 8. febrúar – 3. mars 2021.

Engar breytingar voru gerðar á þeim takmörkunum sem eiga við íþróttastarf, sem tóku gildi 13. janúar sl. með útgáfu reglugerðar nr. 5/2021.

Þar sem ný reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu gildir til 3. mars má gera ráð fyrir því að núverandi reglur sérsambanda ÍSÍ verði framlengdar til 3. mars nema frekari tilslakanir verði gerðar fyrir þann tíma.

Reglugerð heilbrigðisráðherra, 8. febrúar 2021.

Minnisblað sóttvarnalæknis, dags. 4.febrúar til heilbrigðisráðherra.