Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

6 mánuðir til Ólympíuleika

23.01.2021

Í dag eru 6 mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí 2020, en þeim var frestað um eitt ár vegna ástandsins í heiminum sökum Covid-19. Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar hvetur íþróttafólk um heim allan til að halda áfram undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Í tilkynningu sem Alþjóða Ólympíunefndin sendi frá sér fyrir skemmstu er ítrekuð góð samvinna við mótshaldara í Tókýó og stjórnvöld í Japan vegna komandi leika. Verður allt gert til að leikarnir fari vel fram og öryggi allra þátttakenda sé tryggt. 

Í dag hófst áskorun á vegum Ólympíustöðvarinnar (Olymipc Channel) á TikTok sem kallast #OlympicsCountdown. Fólk er hvatt til þess að fagna því opinberlega að nú sé aðeins hálft ár til Ólympíuleika og sýna hvernig það undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana. ÍSÍ hvetur íslenskt afreksíþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleikana að taka þátt og merkja sitt efni með #OlympicsCountdown.