Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ - Brynjar Gunnarsson

20.11.2020

Brynjar Gunnarsson, afreksþjálfari í frjálsíþróttum, hefur staðið sig frábærlega í þjálfarastarfinu á undanförnum árum þrátt fyrir ungan aldur og erfiðan sjúkdóm sem hefur tekið sinn toll. Brynjar er þriðji gestur Verum hraust - Hlaðvarps ÍSÍ. 

Brynjar hefur verið þjálfari í yfir áratug og séð um umsjónaþjálfun yngri flokka hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur um árabil. Undanfarin ár hefur hann einnig fært sig yfir í afreksþjálfun en hann þjálfar m.a. íþróttafólk eins og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, Ólympíumeistara ungmenna og Evrópumeistara ungmenna í spretthlaupum,  Tíönu Ósk Whitworth og Jóhann Björn Sigurbjörnsson sem bæði eru meðal bestu spretthlaupara landsins, ásamt mörgu öðru flottu íþróttafólki.

Í viðtalinu, sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur, talar Brynjar um þjálfarastarfið, lífið, ferilinn og sjúkdóminn.

Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ er aðgengilegt á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. Einnig má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.