Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.03.2025 - 15.03.2025

Ársþing KKÍ 2025

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)...
27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
14

Íþróttabærinn Akureyri

14.11.2020

Sjónvarpsstöðin N4 hefur hafið sýningar á áhugaverðum íþróttaþætti sem kallast „Íþróttabærinn Akureyri“ þar sem allskonar íþróttir eru skoðaðar út frá aðeins öðruvísi sjónarhorni en tíðkast. Í þessu 19.000 manna bæjarfélagi er í boði að æfa 40 íþróttagreinar. Í fimm þáttum kafa þáttastjórnendur ofan í íþróttalíf bæjarins, hitta fjölskyldur sem æfa allskonar íþróttir út um allar trissur, taka áskoranir við atvinnuíþróttafólk og kynnast íþróttalífi bæjarins á lifandi hátt.

Dagskrárgerð er í höndum Rakelar Hinriksdóttur fyrrverandi knattspyrnukonu í Þór/KA.