Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hreyfum okkur heilsunnar vegna!

02.11.2020

ÍSÍ hvetur landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum.

Markmið #verumhraust er að markviss hreyfing verði hluti af daglegu lífi sem allra, allra flestra.

Það má bæta heilsuna með því að þora, nenna og vilja. Athugaðu möguleikana í kringum þig, taktu tillit til eigin þarfa og getu og njóttu þess að beita kröftum, fimi og seiglu. Vellíðanin sem fylgir er óviðjafnanleg og betri heilsa eykur lífsgæði.

Verum hraust – og deilum myndrænni hvatningu undir #verumhraust á samfélagsmiðlum, svo allir hinir taki líka við sér.

ÍSÍ á Facebook

Myndir með frétt