Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Leiðbeinandi upplýsingar ef smit kemur upp í íþróttahreyfingunni

30.10.2020

 

Smit hafa komið upp í tengslum við íþróttastarf og munu að líkindum gera áfram að einhverju marki. Ef upp kemur COVID-19 smit í tengslum við íþróttastarf er mikilvægt að forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni séu vel undirbúnir og bregðist rétt við. Í samstarfi við starfsmenn almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hafa verið útbúnar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við komi upp smit í tengslum við íþróttastarf. Leiðbeiningarnar byggja á grunni verklags og eyðublaða sem unnið hefur verið með í skólastarfi. Í þessu samhengi er horft til barna fæddum 2005 og síðar. Komi upp smit í íþróttastarfinu er treyst á að viðkomandi íþróttafélag/deild taki að sér ákveðið hlutverk við að safna saman upplýsingum um þá iðkendur sem um ræðir og koma skilaboðum til þeirra og aðstandenda þeirra. Afar mikilvægt er að íþróttafélög sem koma að smitrakningu séu í góðu samstarfi við stuðningsteymi sveitarfélags/sitt sveitarfélag sem kemur að stuðningi við stjórnendur skólanna og munu leiðbeina aðilum innan íþróttahreyfingarinnar á sambærilegan hátt. Hlutverk sveitarfélaganna og stuðningsteyma þar sem þau eru til staðar er að leiðbeina og tryggja að þeir sem þurfa upplýsingar sem tengjast viðkomandi málum fái þær hvort sem er innan sveitarfélags eða þvert á þau. Sveitarfélögin eru upplýst og reiðubúin til að taka við fyrirspurnum frá íþróttahreyfingunni.

 

Til að við náum í sameiningu að hefta útbreiðslu veirunnar er mikilvægt að við stöndum öll saman og aðstoðum eins og frekast er unnt. Verið er að þýða skjölin sem um ræðir á ensku og pólsku og verða þau gerð aðgengileg um leið og þau eru tilbúin. Nánari upplýsingar og stuðningsefni má finna á heimasíðu ÍSÍ – sjá hér.