Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Þegar orkuna skortir – áhrif á heilsu og íþróttaárangur

24.09.2020
Birna Varðardóttir, doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands hélt hádegiserindi í Íþróttamiðstöðinni í gær þar sem hún fjallaði um stöðu þekkingar varðandi hlutfallslegan orkuskort í íþróttum (e. Relative Energy Deficiency in Sport, RED-s). En RED-s stafar af viðvarandi skorti á tiltækri orku (e. energy availability) og getur haft víðtæk áhrif á heilsu og árangur íþróttafólks óháð kyni, aldri, og getustigi. Birna er að hefja sitt doktorsnám þar sem markmiðið er að skoða algengi og áhættuþætti RED-s meðal íslensks íþróttafólks. Nýlega birtist samantektargrein um RED-s frá Birnu og leiðbeinendum hennar í Læknablaðinu.

Á fundinum kynnti hún hlutfallslegan orkuskort og sagði frá markmiðum fyrirhugaðs rannsóknarverkefnis fyrir íslenska íþróttahreyfingu. Niðurstöður verkefnisins gætu lagt grunninn að íslenskum skimunartækjum og ráðleggingum, auk þess að efla forvarnir og meðferð. Í ljósi aðstæðna var fundinum streymt á Teams og á fésbókarsíðu ÍSÍ.