Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Göngum í skólann - Umferðarvefurinn

04.09.2020

Göngum í skólann fer fram um allt land þessa dagana. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Verkefnið er orðið að árlegum viðburði í mörgum skólum og býður upp á lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um umferðarreglur, öryggi og umhverfismál. 

Gott er að skoða umferðarvefinn, www.umferd.is, í tengslum við verkefnið. Á síðunni er ógrynni af skemmtilegu fræðsluefni um umferðamál fyrir nemendur í grunnskólum, kennara og foreldra. Vefurinn er afar gagnlegur og til þess fallinn að auka áhuga á umferðaröryggi en umferðarfræðsla á erindi við alla.

Þættirnir Úti í umferðinni eru aðgengilegir á vef RÚV hér

Til þess að taka þátt í Göngum í skólann er hægt að fara á vefsíðu Göngum í skólann, www.gongumiskolann.is og í „Skráning“.