Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

Fjarfundur með fulltrúum frá Tama City Tokyo

01.09.2020

 

Þó að Ólympíuleikunum hafi verið frestað til næsta árs heldur undirbúningur fyrir leikana áfram. Í gær átti Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fjarfund með fulltrúum frá Tama City í Japan, en auk hans var Jón Björn Ólafsson frá Íþróttasambandi fatlaðra á fundinum. Voru þar rædd fjölmörg málefni sem snúa að þátttöku Íslands á leikunum í Tókýó, s.s. áhrif COVID-19 faraldursins, dagsetningar gagnvart viðveru íslenska hópsins í Japan og undirbúningur vegna æfingabúða fyrir íslensku þátttakendurna en Tama City Tokyo verður gestgjafi þeirra í aðdraganda leikanna. 

Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins með um 150 þúsund íbúa. Tama City Tokyo býður, í samstarfi við Kokushikan háskólann æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda leikanna en ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu. Nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna mun gefa íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun en hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans.