Lífshlaupið fer fram allt árið
19.08.2020
Lífshlaupið er landskeppni í hreyfingu og hugsað sem hvatning fyrir einstaklinga til að bæta lífsstíl sinn með aukinni hreyfingu.
ÍSÍ hvetur alla til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnum í a.m.k. 30 mínútur á dag.