Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
1

Alþjóðlegur dagur æskunnar

12.08.2020

12. ágúst er alþjóðlegur dagur æskunnar. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hvetja ungt fólk til að deila mynd eða myndbandi á samfélagsmiðlum af sér með skilaboðum um að fagna æskunni og ungu íþróttafólki. Þema dagsins í ár er „Æskulýðsstarf í þágu alþjóðlegra aðgerða“ en markmiðið er að virkja þátttöku ungmenna á öllum sviðum samfélagsins, vekja athygli á loftslagsvánni og COVID-19 og þeirri samvinnu sem þarf til þess að ná árangri gegn slíkum áskorunum.

ÍSÍ hvetur æsku landsins til þess að taka þátt í þessu verkefni, en notast er við myllumerkin #YouthDay, #Youth4GlobalAction og #SDG16 til þess að koma deginum á framfæri.

Lesa má meira um alþjóðlegan dag æskunnar á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna hér.