Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Tímaritið Hvati orðið að veftímariti

07.07.2020

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur í meira en 30 ár gefið út fréttablaðið Hvata tvisvar á ári þar sem fjallað hefur verið um allt það helsta í íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi í máli og myndum.

Stjórn ÍF hefur nú ákveðið að breyta Hvata í veftímarit á vefsíðunni www.hvatisport.is og þar verður hægt að lesa um allt það helsta í íþróttalífi fatlaðra, viðtöl við keppendur, aðstandendur, þjálfara og ýmsan fróðleik um íþróttir fatlaðra. Með því að breyta Hvata í veftímarit gefast auknir möguleikar á birtingu mynda og myndbanda í tengslum við umfjöllunarefni Hvata.

Í nýjasta tölublaði Hvata er meðal annars viðtal við Kristinn Vagnsson skíðagöngumann, Erlendur Egilsson sálfræðingur ræðir um tækifærin í mótlæti, fjallað er um heimsókn Andrew Parsons forseta IPC til Íslands og Hamingjuliðið sem sló í gegn á sínu fyrsta körfuknattleiksmóti.

Fyrsta tölublað veftímaritsins Hvata, 2020.