Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Einar Bollason sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

19.06.2020

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní sl.

Á meðal heiðurshafa var Einar Bollason fyrrverandi formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) sem hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íþrótta og störf á vettvangi ferðaþjónustu. Einar, sem sæmdur hefur verið heiðurskrossi ÍSÍ og KKÍ fyrir frábær störf í þágu körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi, er vel að þessum heiðri kominn. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikið af mörkum til körfuknattleikshreyfingarinnar og enn er til hans leitað um ýmis málefni er varða íþróttina.

ÍSÍ óskar Einari innilega til hamingju með þessa verðskulduðu heiðursviðurkenningu og sendir honum og eiginkonu hans, Sigrúnu Ingólfsdóttur, bestu kveðjur og góðar óskir.