Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ársþing HSV

19.06.2020

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) fór fram á Ísafirði fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn. Þingforseti var Jens Kristmannsson og stýrði hann þinginu af mikilli röggsemi. Jens var fulltrúi í framkvæmdastjórn ÍSÍ í nokkur ár um og fyrir síðustu aldamót. Alls voru 26 þingfulltrúar mættir af 51 boðuðum. Allar 6 tillögurnar sem lágu fyrir þinginu voru samþykktar, þar með talin fjárhagsáætlun HSV. Ásgerður Þorleifsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og Baldur Ingi Jónasson og Margrét Björk Arnardóttir voru kosin í stjórn til tveggja ára. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Stjórn er þannig skipuð: Ásgerður Þorleifsdóttir formaður, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Heimir Hansson, Margrét Arnardóttir og Baldur Ingi Jónasson.
Varastjórn: Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, Dagný Finnbjörnsdóttir og Helga Björt Möller.