Lilja fær afhentan Kvennahlaupsbol
11.06.2020
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hleypur daglega sér til heilsubótar. Hún ætlar að taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á laugardaginn nk. Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, afhenti Lilju Kvennahlaupsbol í gær.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram laugardaginn 13. júní, í 31. sinn. Upplýsingar um hlaupastaði og tímasetningar má sjá á www.kvennahlaup.is. Miðasala fyrir hlaupið sem og sala bola fer fram á www.tix.is. Einnig verður hægt að kaupa og sækja boli á eftirtöldum stöðum fram að hlaupi:
- Á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ Íþróttamiðstöðinni Laugardal frá kl. 08:30-16:30
- Í versluninni Scintilla Laugavegi 40 frá kl. 10:00-18:00
- Í versluninni Barr Living á Garðatorgi frá kl. 12:00-18:00
- Í sundlauginni Jaðarsbökkum Akranesi frá kl. 6:00-21:00 fimmtudag og föstudag
- Á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ í Íþróttahöllinni á Akureyri frá kl. 9:00-16:00
- Hjá Leturstofan Vestamannaeyjum frá kl. kl 16 fimmtudag og föstudag
- Í Tíbrá á skrifstofu Ungmennafélag Selfoss frá kl. 9:00-15:00.