Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Eimskip dreifir bolum fyrir Kvennahlaupið

10.06.2020

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020. Í aðdraganda hlaupsins og við undirbúning er að mörgu að hyggja. Eitt af því er að dreifa Kvennahlaupsbolunum á yfir 70 staði sem halda hlaup um allt land. ÍSÍ er því sönn ánægja að segja frá samstarfi við Eimskip um dreifingu á Kvennahlaupsbolunum í ár, líkt og undanfarin ár. Eimskip nýtir sitt öfluga dreifinet við dreifingu bolanna og þeir sem pantað hafa bol á www.tix.is, geta sótt bolina á afgreiðslustöðvar Eimskips um land allt. 

Eins og þeir segja hjá Eimskip þá flytja þeir stórt sem smátt, byggingarvörur, heita potta og boli, en það er einmitt mjög mikilvægt fyrir ÍSÍ að Kvennahlaupsbolirnir berist hratt og örugglega um land allt. 

„Jafnréttismál eru okkur mjög mikilvæg og Eimskip hefur markað sér skýra stefnu í þeim málum. Það er því mjög ánægjulegt að geta stutt við eins rótgróið verkefni eins og Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er og dreift þessum fallegu bolum um land allt, “ segir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips.

Á myndinni eru: Edda Rut Björnsdóttir, Tinna Líf Davíðsdóttir, Þuríður Tryggvadóttir, Agla Huld Þórarinsdóttir, Sandra Dögg Guðmundsdóttir og Karen Birta Kjartansdóttir.