Heimsókn frá IOC
Á dögunum fékk ÍSÍ heimsókn frá Nalin Chaturvedi, starfsmanni Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) í Lausanne í Sviss, sem starfar við að halda úti vefsíðunni Athlete 365. Á vefsíðunni er að finna mikið magn fræðsluefnis fyrir íþróttafólk, þjálfara og foreldra. Þess má einnig geta að á síðunni eru leiðbeiningar fyrir íþróttafólk varðandi Covid-19. Nalin Chaturvedi hefur góðar tengingar við Ísland og sér fyrir sér að geta í nánustu framtíð miðlað þekkingu sinni til íþróttafólks og annarra innan íþróttahreyfingarinnar.
Á myndinni má sjá Andra Stefánsson sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, Nalin Chaturvedi, Ragnhildi Skúladóttur sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson verkefnastjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ eftir ánægjulegan fund á skrifstofu ÍSÍ.