Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Dagur í lífi kraftlyftingakonu

22.05.2020

Hulda B. Waage, kraftlyftingakona og margfaldur Íslandsmethafi í kraftlyftingum, ætlar að taka yfir Instagram ÍSÍ nk. mánudag 25. maí.

Hulda hóf að æfa kraftlyftingar árið 2010, þá 25 ára gömul, en hafði áður stundað djazzballett. Árið 2011 vann hún sitt fyrsta mót þar sem hún setti fimm Íslandsmet í sínum þyngdarflokki, -72 kg. Frá árinu 2016 hefur hún keppt í -84 kg flokki og sett 13 Íslandsmet. Hún var kjörin Kraftlyftingakona ársins árið 2018, en það ár setti hún mörg Íslandsmet og varð m.a. Íslandsmeistari í kraftlyftingum og bekkpressu. Hulda hefur keppt erlendis í gegnum árin og varð t.d. í 8. sæti í -84 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum árið 2018.

Besti árangur Huldu á mótum er:
• 230kg í hnébeygju
• 150kg í bekkpressu
• 182,5kg í réttstöðulyftu
• 552,5kg í samanlögðum árangri
• 477,35 wilksstig

Hulda hefur vakið athygli fyrir að vera vegan kraftlyftingakona, en hún hefur verið vegan síðan árið 2014. Fylgstu með Huldu á Instagrami ÍSÍ og kynnstu því hvernig dagur í lífi vegan kraftlyftingakonu er.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.