Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hjólað í vinnuna í hlaðvarpsþættinum Þríhjólið

14.05.2020

Hlaðvarpsþátturinn Þríhjólið fjallar um hjólreiðar og tengd efni. Auðunn Gunnar Eiríksson, sem heldur úti þættinum, kom í höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í vikunni og settist niður með Hrönn Guðmundsdóttur, sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, til að ræða um hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna. Farið var í söguna á bak við verkefnið, gildi þess fyrir hjólasamfélagið og einnig um ávinning verkefnisins fyrir samfélagið í heild frá mörgum hliðum séð. Hlusta má á þáttinn hér.

Hjólað í vinnuna var ræst í 18. sinn þann 6. maí sl. og stefnir allt í mjög góða þátttöku. Yfir 6.000 manns eru nú þegar skráðir og hægt að skrá sig á meðan keppnin stendur yfir, eða til 26. maí nk.

Vefsíða Hjólað í vinnuna

Facebook síða Hjólað í vinnuna

Instagram síða Hjólað í vinnuna