Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Íþróttaiðkun trans barna

29.04.2020

Út er kominn bæklingur um íþróttaiðkun trans barna, en á síðustu árum hefur þó nokkur fjöldi barna á öllum aldri verið að stíga fram sem trans. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu. Bæklingurinn er hugsaður til upplýsinga fyrir foreldra, þjálfara og aðra sem að íþróttastarfinu koma. Bæklingurinn var unnin m.a. í samstarfi við Samtökin 78, Trans Ísland og Trans vini. Bæklingurinn er fyrst og fremst leiðbeinandi og tekur til barna að 12 ára aldri eða fyrir kynþroska. Bæklinginn má nálgast í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ og í rafrænni útgáfu á vefsíðu ÍSÍ.

Bæklinginn má sjá hér.