Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
28

Þrautakeppnir KKÍ

17.04.2020

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) hefur sett í gang stuttar þrautakeppnir með körfubolta sem allir áhugasamir geta tekið þátt í heima. Fjórar keppnir eru á döfinni og verða þær eftirfarandi:

· Boltaspuni – spinna bolta hvernig sem þú getur gert það eins lengi og þú getur.
· Skæri – dripla bolta eins oft og þú getur milli fóta á 30 sek.
· Dripl-dans – tveir eða fleiri saman að dripla í takt við tónlist.
· Brelluskot – skora körfu með því að nota umhverfið (eða setja upp umhverfið).

Keppni 1: Íslandsmót KKÍ í boltaspuna

KKÍ stendur fyrir Íslandsmóti í að spinna bolta á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig heldur skila þeir sem vilja taka þátt myndbandi af sér spinna bolta á Facebook eða Twitter og merkja KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands í færsluna. Myndbandið verður að vera á venjulegum hraða og gæta verður að því að færslurnar séu opnar svo KKÍ geti séð þær. Sá sem nær að spinna bolta lengst vinnur! Ef fleiri en einn ná sama tíma verður dregið um sigurvegara. Síðasti skiladagur myndbanda er til og með þriðjudagsins 21. apríl 2020.

Í fyrstu verðlaun eru titillinn „Íslandsmeistari í Boltaspuna KKÍ 2020“, pizzaveislur frá Domino‘s og körfubolti frá Molten. Veitt verða aukaverðlaun fyrir trikk, sköpunargleði, umhverfi og almenna útfærslu á tilrauninni hvernig sem hún er. 

Hvernig tekur þú þátt í Þrautakeppni KKÍ · Boltaspuna
1: Taktu upp þína tilraun á síma
2: Deildu myndbandinu með KKÍ á Facebook eða Twitter og merktu með #boltaspuni og #korfubolti og merktu svo KKÍ í færsluna með „@KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands“ fyrir Facebook eða @kkikarfa á Twitter.

Facebook síða KKÍ