Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

5

Góð ráð til foreldra

03.04.2020

ÍSÍ vill koma því á framfæri við íþróttahreyfinguna að félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.

Ráðin eru sett upp á myndrænan og aðgengilegan hátt, en þau taka á sex ólíkum aðstæðum sem algengt er að foreldrar takist á við í uppeldi barna sinna á tímum þar sem álag í samfélaginu er mikið. Markmið útgáfunnar er að ráðin verði foreldrum leiðarljós í því flókna hlutverki sem þeir standa nú frammi fyrir.

Meðfylgjandi eru hlekkir þar sem hægt er að nálgast ráðin á íslensku sem og fjölda erlendra tungumála.

Ráð til foreldra á íslensku
Sömu ráð á yfir 35 tungumálum

Samhliða útgáfu foreldraráðanna hefur félagsmálaráðuneytið, í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og Rauða kross Íslands, einnig sett af stað vitundarvakningu um barnavernd og velferð barna. Annars vegar er um að ræða myndband með ákalli til almennings um að láta vita ef áhyggjur vakna af velferð barns með því að hringja í númerið 112. Hins vegar er um að ræða myndband sem beint er að börnum og ungu fólki með hvatningu um að hafa samband við Hjálparsímann 1717 eða netspjallið 1717.is ef þau þurfa á aðstoð eða hvers kyns stuðningi að halda. Myndböndin má nálgast hér á Facebook síðu félagsmálaráðuneytisins.