Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Greiðslur atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli

24.03.2020

Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda.
Jafnframt hefur Alþingi samþykkt lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun þá gildir þetta úrræði meðal annars fyrir launþega og vinnuveitendur innan íþróttahreyfingarinnar og vill ÍSÍ vekja athygli íþróttahreyfingarinnar á þessum stuðningi við starfsemi hreyfingarinnar.

Minnkað starfshlutfall:
Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nú þegar sótt um en þeir fylla út hefðbundna umsókn um atvinnuleysisbætur.  Vinnumálastofnun leggur nú kapp á að vinna að stafrænni útfærslu fyrir umsókn launamanna og er ekki hægt að sækja um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar meðan á þeirri vinnu stendur.

Athugið að launamenn geta ekki sótt um þessar greiðslur í augnablikinu þar sem umsóknarformið er ekki tilbúið. Atvinnurekendur geta enn fremur ekki skilað inn nauðsynlegum staðfestingum frá sér þar sem stafræn lausn þar að lútandi er ekki tilbúin.Vinnumálastofnun mun gefa út tilkynningu þegar umsóknargrunnurinn er tilbúinn og einstaklingar sem fara í minnkað starfshlutfall geta sótt um. Allar umsóknir munu gilda afturvirkt frá 15. mars.

Fólk er vinsamlegast beðið um að sýna biðlund vegna mikils álags á skrifstofu Vinnumálastofnunar og hvatt til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu stofnunarinnar.

Greiðslur í sóttkví:
Unnið er að tæknilegum lausnum vegna greiðslna í sóttkví. Um leið og það ferli skýrist nánar og lausnirnar verða tilbúnar mun Vinnumálastofnun birta tilkynningar þess efnis á vef stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar. ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að fylgjast vel með þeim uppfærslum sem þar munu birtast og hefja strax undirbúning umsókna, ef fyrirhugað er að nýta þetta úrræði.
Hér eru vefslóðir á helstu upplýsingar skv. ofangreindu:

Vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/minnkad-starfshlutfall

Vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/greidslur-i-sottkvi

Vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/spurt-og-svarad-vegna-covid-19