Hert samkomubann tekur gildi á miðnætti
.jpg?proc=400x400) 23.03.2020
23.03.2020
Heilbrigðisráðherra kynnti í gær að á miðnætti í dag, þann 23. mars kl. 24:00 tekur í gildi hert samkomubann. 
Það þýðir að allar samkomur eru takmarkaðar við 20 manns hvort heldur er í opinberum rýmum eða einkarýmum og jafnframt er krafa um að tveggja metra fjarlægðarviðmiðinu sé framfylgt. Hreinlæti og sóttvörnum skal fylgt eftir sem áður.
Hér er að finna fyrirmælin í heild sinni, vinsamlegast kynnið ykkur þau vel. 
Hér er að finna leiðbeiningar fyrir áhættuhópa og einstaklinga sem eru í umgengni við þá sem teljast í áhættuhópi.
Bæði skjölin er að finna á www.covid.is á íslensku, ensku og pólsku.
