Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Skilaboð frá Thomas Bach til íþróttafólks

22.03.2020

Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, sendi íþróttafólki um heim allan skilaboð á vefsíðu Athlete 365 í dag. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) hafi haldið tímamóta fund í gær til að ræða ástand Covid-19 og þau áhrif sem veiran hefur á íþróttafólk og samfélög. 

Markmið IOC á næstu fjórum vikum er að útlista og leggja mat á þær mismunandi aðstæður sem geta komið upp sem tengjast Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Annars vegar þarf að skoða það að halda Ólympíuleikana á tilsettum tíma og hins vegar að fresta Ólympíuleikunum um óákveðinn tíma. IOC segir það ekki vera inni í myndinni að hætta við Ólympíuleikana og eyðileggja þar með draum margra. Ef ákveðið yrði að fresta Ólympíuleikunum þá þarf að skoða alla þá þætti sem tengjast frestuninni, t.d. hvort raunhæft sé að festa ákveðna dagsetningu í framtíðinni án þess að vita hvort hún henti með tilliti til stöðu veirunnar á þeim tíma, hvort leikvangar verði enn lausir og til staðar, skoða þyrfti stöðu allra hótelbókana og dagskrá a.m.k. 33 ólympískra íþróttagreina á heimsvísu með tilliti til annarra keppna. Skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, yfirvöld í Japan, ólympíunefndir heimsins og aðrir hagsmunaaðilar þyrftu allir að samþykkja mögulega frestun.

Bréfið á vefsíðu Athlete 365 frá Thomas Bach má lesa hér.