Hreyfing er góð fyrir heilsuna
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að halda áfram að huga vel að almennri hreyfingu. „Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag“ er facebooksíða þar sem ÍSÍ mun setja inn fjölbreytta hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem mun nýtast öllum þeim sem áhuga hafa í þær 4 vikur sem samkomubannið er við líði.
Dagleg hreyfing fullorðins fólks ætti að vera a.m.k. 30 mínútur á dag skv. ráðleggingum frá Embætti landlæknis og börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag. Fullorðnir eru mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig. Það er svo margt sem við getum gert sjálf og mikilvægt að huga að líkama og sál, alla daga, en þó sérstaklega núna. Endilega merkið myndir og myndbönd #28dagar og @isiiceland.
ÍSÍ er á Instagram undir @isiiceland hér.
Annað útgefið efni
Líkamsæfingar fyrir fólk á besta aldri
Fræðslubæklingurinn „Líkamsæfingar fyrir fólk á besta aldri“ er gefinn út sem hvatning til fólks um að stunda reglulega líkamsrækt. Þar er að finna fjölbreyttar æfingar sem allir ættu að geta stundað daglega. Meðal æfinga eru ganga, æfingar í vatni, æfingar fyrir háls og herðar, bak og kvið, fætur og arma. Fróðleikur um gildi líkamsræktar fyrir heilsuna er settur fram og sömuleiðis holl ráð um næringu, svefn, slökun, vernd gegn beinþynningu og fleira.