Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sig

13.03.2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að að huga vel að almennri hreyfingu í þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19. Rannsóknir staðfesta að hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilbrigðis á öllum æviskeiðum. Þeir sem hreyfa sig eru líklegri til að vera heilsuhraustari og líða betur andlega, líkamlega og félagslega. Hægt er að hreyfa sig úti í náttúrunni án náinnar snertingar við annað fólk. Dagleg hreyfing fullorðins fólks ætti að vera a.m.k. 30 mínútur á dag skv. ráðleggingum frá Embætti landlæknis og börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag. Fullorðnir eru mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig.


ÍSÍ hvetur alla til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er 

Tillaga að hreyfingu:

Á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá ráðleggingar um hreyfingu, hér

 

Myndir með frétt