Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Landslið kvenna í íshokkí tekur yfir Instagram ÍSÍ

27.02.2020

Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí, 2020 IIHF Women´s World Championship Div IIb, hófst sunnudaginn 23. febrúar sl. í Skautahöllinni á Akureyri. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Ástralía, Króatía, Úkraína, Nýja Sjáland og Tyrkland. Ísland hefur nú þegar keppt við Ástralíu, Nýja Sjáland og Tyrkland. Í kvöld kl. 20:00 keppir Ísland við Króatíu og síðasti leikur Íslands fer fram laugardaginn 29. febrúar kl. 17:00. Það er einmitt þann dag, laugardaginn 29. febrúar, sem kvennalandslið Íslands í íshokkí ætlar að taka yfir Instagram Story á Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland. Þær munu sýna okkur hinum hvernig dagur í lífi landsliðsins er, þegar þær taka þátt á stórmóti, með því að hlaða inn myndum og myndböndum á Instagram Stories.

Þeir sem vilja fylgjast með íslensku afreksíþróttafólki æfa, keppa og takast á við hversdagsleikann geta fylgt Instagram síðu ÍSÍ og fengið upplifunina beint í símann.

Landslið kvenna í íshokkí 2020:

Alexandra Hafsteinsdóttir
Anna Sonja Ágústsdóttir
Berglind Rós Leifsdóttir
Birta Júlía Þorbjörnsdóttir
Brynhildur Hjaltested
Elín Darkoh Alexdóttir
Eva María Karvelsdóttir
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Herborg Rut Geirsdóttir
Hilma Bóel Bergsdóttir
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir
Karítas Sif Halldórsdóttir
Kolbrún María Garðarsdóttir
Kristín Ingadóttir
Ragnhildur Kjartansdóttir
Saga Margrét Sigurðardóttir
Sarah Smiley
Sigrún Agatha Árnadóttir
Silvía Rán Björgvinsdóttir
Sunna Björgvinsdóttir
Teresa Regína Snorradóttir

Þjálfarar eru Jón Benedikt Gíslason og Sami Petteri Lehtinen.

Streymi allra leikja má finna hér á Youtube rás Íshokkísambands Íslands.

Myndin með fréttinni er tekin af Elvari Frey Pálssyni.