Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Sambandsaðilar fylgi ráðleggingum sóttvarnarlæknis vegna kórónaveirunnar

27.02.2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vill vekja athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna og hvetur sambandsaðila að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir sambandsaðilar sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis. ÍSÍ bendir sambandsaðilum sínum á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar hafi aðilar verið á skilgreindum áhættusvæðum. Bent er á að mælst er til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Hafa ber í huga þau áhrif sem aðgerðir stjórnvalda á áhættusvæðum geta haft á ferðaáætlanir og fylgjast vel með fréttum, þarlendis og á vef Embættis landlæknis þar sem skilgreiningar á svæðum með viðvarandi smit geta breyst hratt.

Embætti landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar á vefsíðu landlæknis hér.

Sóttvarnalæknir mælist til þess að fólk hugi vel að persónulegu hreinlæti (handþvottur, klútur fyrir vit við hnerra eða hósta). Almenningur getur með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að sínu persónulega hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, net og munn eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

Hér á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá ráðleggingar til ferðamanna.