Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Guðni Valur með Instagram ÍSÍ

07.02.2020

Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttamaður og Ólympíufari, mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland nk. mánudag, 10. febrúar.

Guðni Valur keppti fyrir Íslands hönd í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í júlí á þessu ári. Besta kast Guðna, sem hann náði árið 2018, er 65,53 m sem er næst besta kast Íslandssögunnar. Guðni Valur hefur keppt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem og Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd frá árinu 2015. Hann sigraði kringlukastskeppnina á Smáþjóðaleikunum árin 2015 með kast upp á 56,40 m og 2017 með kast upp á 59,98 m og náði 2. sætinu árið 2019. Guðni Valur keppti á EM árið 2018 og var einungis 83 cm frá því að komast í úrslit. Guðni átti þá stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF). Hann var í 22. sæti á heimslista IAAF með sinn persónulega besta árangur 65,53 m.

Guðni Valur hefur gengið í gegnum ýmsar áskoranir síðastliðið ár og er nú að byggja sig upp fyrir komandi baráttu að ná inn á Ólympíuleikana 2020.

Fylgstu með á Instagram síðu  ÍSÍ á mánudaginn til þess að sjá dag í lífi Guðna Vals.