Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Gunnhildur Íþróttamaður ársins 2019 hjá HSH

04.02.2020

Föstudaginn 24. janúar síðastliðinn fór fram afhending viðurkenninga íþróttamanna og íþróttakvenna ársins hjá Héraðssambandi Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH). Afhendingin fór fram í hálfleik í leik Snæfells og Breiðabliks í körfuknattleik karla. 

Gunnhildur Gunnarsdóttir var valin körfuknattleiksmaður og Íþróttamaður ársins 2019 hjá HSH. Gunnhildur hefur verið ein af allra bestu körfuboltakonum á Íslandi um langt skeið þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur leikið megnið af sínum ferli með Snæfell og er leikjafjöldi hennar með liðinu milli 400 og 500. Gunnhildur hefur unnið marga titla á sínum ferli og verið margoft í liði ársins. Gunnhildur á að baki 52 landsleiki, þar af 36 með A landsliði Íslands en hún hefur átt þar fast sæti síðan 2012. Nálgun Gunnhildar á íþróttinni er aðdáunarverð, ávallt lagt sig 100% fram, er sannur leiðtogi innan vallar sem utan, gefur mikið af sér og er frábær fyrirmynd.

Einnig hlutu viðurkenningar:

Hestamaður/kona HSH 2019:
Siguroddur Pétursson

Skotíþróttamaður/kona HSH 2019:
Heiða Lára

Blakíþróttamaður/kona HSH 2019:
Margrét Helga

Frjálsíþróttamaður/kona HSH 2019:
Ari Bergmann

Knattspyrnumaður/kona HSH 2019:
Emir Dokara

Kylfingur HSH 2019:
Sigurþór Jónsson

Vinnuþjarkur/þjarkar HSH 2019:
Stjórn Körfuknattleiks Snæfells

ÍSÍ óskar íþróttafólkinu til hamingju með árangurinn.

Myndir með frétt